
Árið 2013 pakkaði Tinna niður silfursmíðaverkstæði sínu sem var einn hluti af fjölbreyttum hönnunarferli hennar. Aðrir hlutir tóku yfir: kennsla, doktorsnám, hönnunarverkefni af margvíslegum toga ásamt ferðalögum. Nú tekur Tinna upp verkfærin tengd silfursmíðinni og kemur sér fyrir í vinnustofurými Hönnunarsafns Íslands. Hún ætlar að gefa sér tíma til að hugsa með höndunum í rúmlega 3 mánuði.
Tinna er menntuð í vöruhönnun frá Bretlandi, Ítalíu og Þýskalandi. Hún starfaði sem prófessor og fagstjóri í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands í 12 ár. Hún hefur sýnt og tekið þátt í hönnunarverkefnum víða um heim. Um þessar mundir er hún að ljúka doktorsritgerð við Háskóla Íslands sem ber yfirskriftina, Snert á landslagi,en í því leggur hún áherslu á að virkja fagurferðilega upplifun í landslagi sem afl til umbóta.
Verkefnið er styrkt af Safnasjóði