
Sunnudaginn 15. mars verða leiðsagnir um varðveislurými Hönnunarsafnsins með Bóel Hörn Ingadóttur sérfræðingi safneignar og Sigríði Sigurjónsdóttur safnstjóra. Tvær tímasetningar eru í boði, klukkan 13 og klukkan 14. Leiðsögnin tekur um klukkutíma.
Athugið að skráning er nauðsynleg og aðeins 15 pláss í boði í hverja leiðsögn. Hægt er bóka þátttöku hér: https://outlook.office.com/book/Hnnunarsafnviburir@gardabaer.is/s/DHu8P9IOtUuhGKzynbu2RQ2?ismsaljsauthenabled
Ef þið lendið í vandræðum við skráningu eða hafið einhverjar spurningar þá er hægt að senda póst á heimsoknir@honnunarsafn.is.