Árið 2013 pakkaði Tinna niður silfursmíðaverkstæði sínu sem var hluti af hennar fjölbreytta hönnunarferli. Aðrir hlutir tóku yfir: kennsla, doktorsnám, fjölbreytt hönnunarverkefni og ferðalög. Nú tekur Tinna upp verkfærin tengd silfursmíðinni og kemur sér fyrir í vinnustofurými Hönnunarsafns Íslands. Hún ætlar að gefa sér tíma til að hugsa með höndunum næstu 3 mánuði. Verður spennandi að fylgjast með.
Samhliða innflutningsboðinu opnar sýning á Pallinum, Gallerí Barmur, en það er skartgripa og myndlista verkefni sem Tinna og eiginmaður hennar Sigtryggur Baldvinsson, myndlistamaður, stofnuðu og ráku frá 1996-1998.