
Brynhildur Pálsdóttir og Hildur Ýr Jónsdóttir fjalla um skartgripahönnun og þróun fagsins frá upphafi sjöunda áratugarins, þegar nýjar og framúrstefnulegar hugmyndir um skartgripi komu fram á sjónarsviðið, til dagsins í dag. Þær kynna hönnuði og listamenn sem mótað hafa skartgripahönnun í gegnum tíðina auk þeirra sem þeim þykja sérstaklega eftirtektarverðir. Brynhildur er vöruhönnuður og var sýningarstjóri á sýningunni Skart:gripur – skúlptúr fyrir líkamann, í Hafnarborg á síðasta ári. Hildur Ýr er menntaður skartgripahönnuður frá Gerrit Rietveld Academy í Amsterdam. Verk hennar sem ögra hefðbundnum hugmyndum um skartgripi, hafa verið sýnd víða erlendis og eru meðal annars í safneign Danner Rotunda Foundation í Munchen.