Best Book Design from all over the World keppnin hefur verið haldin frá árinu 1963 með það að markmiði að hvetja til aukins alþjóðlegs samtals um bókahönnun.
Árlega berast um það bil 600 bækur frá 30 löndum í keppnina og hljóta 14 þeirra verðlaun.
Árið 2024 var það bókin Walking as Research Practice sem hlaut svokallað GOLDEN LETTER sem er hæsta viðurkenningin. Verkið hafði áður hlotið viðurkenningu í hollenskri og svissneskri samkeppninni um bókahönnun. Hönnuður bókarinnar er Jana Sofie Liebe, höfundur bókarinnar er Lynn Gommes og útgefnadi Soapbox.
Ummæli dómnefndar:
»Lítið en þýðingarmikið verk; innbundið á einstakan hátt með áherslu á handfjötlun. Pappírinn er valinn með tilliti til áþeifanleika, hrjúfur lifandi kantur og fullkomlega ófullkomið form mynda heild sem vekur sterkar tilfinningar og innblástur: Walking as Research Practice sýnir á látlausan hátt hvað hönnun snýst um. Hönnuðurinn Jana Sofie Liebe og ritstjóri Lynn Gommes hafa skapað bók um göngur sem er fullkomin til lesturs á meðan gengið er, beðið eða staðið.«
Auk hæstu viðurkenningarinnar, Goldene Letter, voru 13 bækur til viðbótar verðlaunaðar. Þær eru frá Kína, Tékklandi, Danmörku, Finnlandi, Þýskalandi, Noregi og Sviss.
Sýningin samanstendur af öllum bókunum fjórtán sem gestir geta flett og skoðað á sýningunni.
Sýningin er sett upp í samstarfi við FÍT og Stiftung Buchkunst.