Jana Sofie Liebe er ungur svissneskur bóka- og grafískur hönnuður, menntuð við Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam og Zürcher Hochschule der Künste. Hún hlaut nýverið verðlaun fyrir hönnun á bókinni Walking as Research Practice sem “Best book design from all over the world 2024” hvorki meira né minna! Bókin er hluti af samnefndir sýningu sem opnar á Pallinum í Hönnunarsafninu 23. janúar og er haldin í samstarfi við Félag íslenskra teiknara og Stuftung Buchkunst.