Námskeið-3tímar
24.01.202513:00–16:00

Sjáðu!bækur

Í vinnusmiðjunni Sjáðu! bækur verður lögð áhersla á að vinna með bækur á áþreifanlegan hátt. Þátttakendur fá að kynnast bókum með því að horfa, snerta og eiga við. Hver þátttakandi fær bók í hendur sem hann mun gaumgæfa, lýsa og síðan breyta, og um leið kanna hvernig litlar breytingar eins og að brjóta saman, skera eða fjarlægja geta umbreytt því hvernig maður upplifir hlut, og möguleikunum sem hann býður upp á.

Í vinnusmiðjunni verður áhersla á samtal hópsins og munu leiðbeinendur einnig bjóða upp á viðeigandi fræðslu um ákveðna tæknilega þætti hefðbundinnar og tilraunakenndar bókagerðar.

Efniviður og áhöld verður til staðar, en þátttakendum er velkomið að koma með verkfæri sem þeim þykir spennandi að nota.

Vinnusmiðjan er ætluð öllum sem hafa áhuga á bókum, vönu bókagerðarfólki, hönnuðum, lestrarhestum og allt þar á milli.

Ath að aðeins 12 pláss eru í boði og gjaldið fyrir námskeiðið er 6.500 kr. Nauðsynlegt er að bóka námskeiðið á tix.is

Smiðjuna leiða grafísku hönnuðirnir Jana Sofie Liebe og Una María Magnúsdóttir. Jana Sofie Liebe er svissneskur bókahönnuður og grafískur hönnuður, menntuð við Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam og Zürcher Hochschule der Künste. Hún hlaut nýverið Golden Letter verðlaunin fyrir bestu bókahönnun í heiminum árið 2024. Una María Magnúsdóttir er grafískur hönnuður menntuð við Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam.

Þær eiga það sameiginlegt að leggja áherslu á smáatriði sem byggja á fyrirfram ákveðnum eiginleikum, og í samstarfi þeirra gegnir hin áþreifanlega birtingarmynd hönnunarhlutar lykilhlutverki.