Fjölskyldusmiðja
05.10.202513:00–15:00

DRAUMALANDSLAG
FjölskyldusmiðjameðÞYKJÓXDLD

Draumalandslag er smiðja með landslagsarkitektum á vegum DLD og hönnunarteyminu ÞYKJÓ. Þátttakendur hanna lítinn landskika fyrir ímyndaðan íbúa og þjálfast í að hugsa í skala og móta umhverfi í kringum lífveru.
ÞYKJÓ er þverfaglegt teymi hönnuða sem vinna fyrir börn og fjölskyldur þeirra á sviði upplifunarhönnunar, vöruhönnunar og innsetninga. ÞYKJÓ hlaut Hönnunarverðlaun Íslands 2024 fyrir verkefnið „Börnin að borðinu“.
DLD er framsækið fyrirtæki sem vinnur að fjölbreyttum verkefnum á sviði landslagsarkitektúrs, skipulags og vöruhönnunar. Fyrirtækið byggir á yfir 20 ára starfsreynslu Dagnýjar Bjarnadóttur á sviði landslagsarkitektúrs og hönnunar.