Vinnustofudvöl
08.10.2021–30.12.2021

SUNNAÖRLYGSDÓTTIR
Fatahönnuður

Sunna Örlygsdóttir er fatahönnuður og meistari í útsaumi. Hún stundaði nám í útsaumi við Skals Håndarbejdsskole í Danmörku áður en hún hóf BA nám í fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Árið 2016 útskrifaðist hún með MA í fatahönnun frá ArtEZ Fashion Masters í Arnhem í Hollandi.
Sunna hefur óendanlegan áhuga á fatnaði og öllu sem viðkemur fatagerð. Það sem vekur sérstakan áhuga hennar er: allt sem er skrítið og úr takti, lúxus og íburðarmikil efni, tímafrekt handverk og aðferðir, óhefðbundnir hlutir og tíska sem mótast af útsjónarsemi.

Sunna verður með sýningu í Hönnunarsafni Íslands frá 8. október -30. desember.