
Gallerí Barmur var stofnað af hönnuðinum Tinnu Gunnarsdóttur og myndlistarmanninum Sigtryggi Baldvinssyni árið1996 og starfaði í tvö ár. Um er að ræða frumlega sýningarleið þar sem næla var vettvangur myndlistarsýninga sem ferðuðust um á þeim sem báru næluna. Hver sýnandi valdi einstakling til að bera næluna. Sýningarnar voru 25 talsins og eru hér 17 þeirra sameinaðar á einn stað, átta er saknað en finnast vonandi. Verkefnið vakti mikla athygli og kátínu á sínum tíma og er enn um 30 árum síðar nýstárlegt og fallegt. Það opnar á samtöl og hugmyndir varðandi sýningarform en hjartsláttur og hreyfanleiki eru til dæmis eiginleikar sem hefðbundnir sýningarsalir búa ekki yfir.
Sýningarstjórn: Sigríður Sigurjónsdóttir