
Best Book Design from all over the World keppnin hefur verið haldin frá árinu 1963 með það að markmiði að hvetja til aukins alþjóðlegs samtals um bókahönnun.
Árlega berast um það bil 600 bækur frá 30 löndum í keppnina og hljóta 14 þeirra verðlaun. Þessar 14 bækur eru allar á sýningunni og gestum er velkomið að fletta þeim að vild.
Árið 2025 var það bókin Forget Me Not / Vergissmeinnicht sem hlaut svokallað GOLDEN LETTER sem er hæsta viðurkenningin. Hönnuður bókarinnar er Rudi Guedj, höfundur er Stéphanie Baechler og útgefandi Building Fictions í Amsterdam
Umsögn dómnefndar:
»The sophisticated layout and immaculate production provide a truly fitting setting for this volume’s content. Forget Me Not explores the nearly forgotten 19th-century textile-drying towers of Eastern Switzerland, presenting them not merely as relics but as vibrant subjects reimagined through artistic intervention. At its essence, the book project stands out for its contemporary presentation of historical subjects, masterful use of typography and a narrative that seamlessly combines academic research with personal storytelling.«
Sýningin er sett upp í samstarfi við FÍT og Stiftung Buchkunst.
Til viðbótar við alþjóðlegu bækurnar verða á sýningunni þær bækur sem tilnefndar eru til Íslensku bókahönnunarverðlaunanna.
Að verðlaununum standa Félag íslenskra bókaútgefenda (FÍBÚT) og Félag íslenskra teiknara (FÍT). Veitt verða verðlaun fyrir framúrskarandi bókahönnun í tveimur flokkum, annars vegar fyrir bestu bókarkápuna og hins vegar bestu bókarhönnunina. Samtals 12 bækur.
Allar tilnefndar bækur verða lagðar fram til verðlauna Stiftung Buchkunst fyrir Íslands hönd.