Fjölskyldusmiðja
02.11.202513:00–15:00

Undraheimurfjölflötunga
FjölskyldusmiðjameðÞórunniÁrnadóttur

Undraheimur fjölflötunga er er fjölskyldusmiðja á sviði vöruhönnunar, innblásin af rúmfræðitilraunum arkitektsins og hönnuðarins Einars Þorsteins Ásgeirssonar. Smiðjuna leiðir vöruhönnuðurinn Þórunn Árnadóttir, en hún var í rannsóknardvöl á safninu fyrir nokkrum árum síðan þar sem hún kafaði ofan í stærðfræðitilraunir Einars Þorsteins og þróaði í kjölfarið ilmkerti.

Þórunn er þekkt fyrir vöruhönnun sína á borð við Pyropet kertin og Sasa klukkuna. Verk Þórunnar spanna vítt og fjölbreytt svið hönnunar, drifin áfram af forvitni, tilraunagleði og áhuga á menningu, hefðum, efnum og aðferðum. Hún vinnur sem sjálfstætt starfandi hönnuður í Reykjavík, og er þar að auki aðalhönnuður og stofnandi alþjóðlega hönnunarmerkisins 54 Celcius ásamt Dan Koval.

Smiðjan er ókeypis og öllum opin, hún er hluti af mánaðarlegri fjölskyldudagskrá Hönnunarsafnsins og Garðabæjar sem opna glugga inn í ólíkar greinar hönnunar og listhandverks.