Velkomin á opnun á sýningu á keramik verkum eftir Trausta Valsson arkitekt og skipulagsfræðing. Sýningin er sett upp í rýminu, Safnið á Röngunni, þar sem verið að skrá verk Einars Þorsteins Ásgeirssonar en þeir Trausti voru góðir vinir.
Sýningin opnar á áttræðisafmæli Trausta 7. janúar og stendur í fimm daga. Trausti hefur lengi unnið að gerð ornamentalískra verka meðfram hönnunar og fræðistörfum. Á flestum tímaskeiðum veraldarsögunnar hefur litauðug skreytilist verið ríkur þáttur í hönnun bygginga, húsgagna og nytjamuna. Trausti saknar þess að litir og ornament hafa að mestu horfið úr arkitektúr.
Árið 2023 tók hann að útfæra ornament sín á keramíkdiska. Verkin eru meðal annars innblásin af kenningum arkitektsins Christopher Alexander sem skrifaði meðal annars Nature of Order. Eitt af því sem Christopher rannsakaði og velti mikið fyrir sér er hvernig geometrísk form snerta við okkur.
Í verkum Trausta er fegurðin í aðalhlutverki og löngunin er að skapa eitthvað fallegt.