Hans Jóhannsson, fiðlusmiður og bæjarlistamaður Garðabæjar, flytur erindi í Smiðju Hönnunarsafnsins.
Hans mun fjalla sérstaklega um tilraunahljóðfæri sín og ýmislegt þeim tengt úr verkefnum þar sem vinna hans hefur skarar mörk hefðbundinnar hljóðfærasmíði, hönnunar, rannsókna, frumkvöðlastarfs og jafnvel myndlistar.
Hans er hvað þekktastur fyrir að skapa framúrskarandi strengjahljóðfæri, sem ratað hafa hendur hljóðfæraleikara víða um heim, hérlendis sem og erlendis. Fyrir rúmu ári síðan hélt hann yfirlitssýningu í Ásmundarsal og stóð fyrir röð viðburða um ævistarf sitt, en í erindinu í Hönnunarsafninu ætlar hann að kafa dýpra í þann þátt starfa sinna sem færri þekkja til, þ.e.a.s. rannsóknarhlutann og tilraunir til að skapa 21. aldar hljóðfæri sem væri hliðstætt þeim hefðbundu, en byggt á nýjum efnistökum og fagurfræði.