Hönnunarsafn Íslands tekur þátt í Aðventuhátíð Garðabæjar með snjókorna- og stjörnusmiðju fyrir alla fjölskylduna. Ýmiskonar pappír verður notaður, allt efni á staðnum en hönnuðirnir Embla Vigfúsdóttir og Auður Ösp Guðmundsdóttir leiðbeina þátttakendum í notalegri stemningu á safninu. Hver veit nema jólasveinar reki inn nefið! Smiðjan er liður í Aðventuhátíð Garðabæjar sem fer fram á Garðatorgi 1-4, á Hönnunarsafninu, Bókasafni Garðabæjar og á Garðatorgi 7.
Kynnið ykkur heildardagskrána hér: https://www.gardabaer.is/