Smiðja
21.02.202112:15–15:00

SKAPANDIFATAVIÐGERÐASMIÐJAMEÐÝR

Sunnudaginn 21. febrúar frá 12:15–15 býður textílhönnuðurinn og listakonan Ýr Jóhannsdóttir (Ýrúrarí) upp á opna smiðju í skapandi fataviðgerðum í Hönnunarsafni Íslands.

Smiðjan býður upp á verkfæri, efnivið og aðstöðu fyrir útsaum, prjón, þurr þæfingu, vélsaum og ýmiskonar fræðsluefni um fataviðgerðir. Þátttakendur eru hvattir til að mæta með flíkur sem þarf að lappa upp á eða breyta. Einnig er í boði að taka að sér peysu sem þarfnast viðgerða frá fatasöfnun Rauða Krossins á Íslandi. Ef þáttakendur eru með sína eigin hugmynd að fataviðgerð er um að gera að koma með eigið garn eða efnivið fyrir viðgerðina. Þáttakendur þurfa ekki að hafa neina reynslu af fataviðgerðum til að taka þátt. Gert er ráð fyrir því að ef börn vilja taka þátt komi þau í fylgd fullorðins. Ef spurningar vakna um þáttöku skal senda tölvupóst á yr@yrurari.com eða senda inn fyrirspurn á facebook hópinn ‘Peysa með öllu’.

Það er frítt inn á smiðjuna, fullt aðgengi er í rýmið og geta þáttakendur fengið aðstoð á bæði íslensku og ensku. Verkefnið er hluti af lokaverkefni Ýrar frá Listkennsludeild Listaháskóla Íslands.