Sigurbjörn Helgason hefur komið sér fyrir í vinnustofunni í safnbúð Hönnunarsafns Íslands. Þar mun hann smíða fugla, stóra sem smáa.
Ævintýralegir fuglarnir eru unnir úr ýmiskonar efnivið, sem er oftast nær fundinn eins og hreindýrshorn, reyniviðardrumbar úr garðinum eða rekaviðarbútar. Hver fugl hefur sinn sérstaka karakter sem mótast af efninu. Sigurbjörn er menntaður myndmenntakennari frá MHÍ og starfaði sem slíkur í grunnskólum Reykjavíkur þar til hann fór á eftirlaun á síðasta ári.
Verið hjartanlega velkomin á sérstakan opnunardag fimmtudaginn 17.9. á milli kl. 12–17