Ólafur Elíasson myndlistarmaður mun fjalla um samstarf sitt við Einar Þorstein Ásgeirsson (1942–2015) arkitekt og stærðfræðing en þeir störfuðu náið saman í um tólf ár meðal annars að glerhjúpnum utan um tónlistarhúsið Hörpu. Undanfarna mánuði hefur Hönnunarsafn Íslands staðið fyrir opinni skráningu á innvolsi vinnustofu Einars Þorsteins sem hann afhenti safninu rétt fyrir andlát sitt.
Aðgangseyrir að safninu gildir á meðan húsrúm leyfir.
Ljósmynd: Olafur Eliasson & Einar Thorsteinn, Cities On The Move 4, Louisiana Museum, Copenhagen, Denmark. Photo by Armin Linke, 1999.