Manndýr er þátttökuverk þar sem þér er boðið inn í heim þar sem hægt er að upplifa með eyrum, augum og höndum, sjálf eða í samvinnu. Skráning er nauðsynleg en aðeins 30 þátttakendur geta komist að. Bókið ykkur á olof@gardabaer.is. Sýning Manndýr fer fram á Hönnunarsafni Íslands.
Af hverju er maðurinn til? Af hverju er barn til? Hvað gera þau og til hvers? Þessum spurningum velta þátttakendur í Manndýr fyrir sér. Manndýr er á mörkum þess að vera leikverk og innstening. Í rýminu er manndýr, sem Aude Busson leikur, í tilvistarkreppu að reyna að púsla sögu sinni saman á ný og skilja tilgang sinn í heiminum. Á milli leikrænna atriða eru börn jafnt sem fullorðnir hvattir til að taka þátt og leika saman. Við gefum okkur tíma til að spyrja spurninga sem fá svör eru við og dvelja í heimi þar sem börn segja alla söguna. Verkið hefur verið sýnt 50 sinnum víða á Íslandi og erlendis og fengið góðar undirtektir.
Heildardagskrá lokadags Barnamenningarhátíðar í Garðabæ er á þessa leið:
Kl. 12-14 á Garðatorgi 7: Dr. Bæk ástandsskoðar hjól.
Kl. 13-15 á Hönnunarsafni Íslands: Fatahönnunarsmiðja fyrir alla fjölskylduna með Stefáni Svan og Ninnu.
Kl. 13 á Bókasafni Garðabæjar: Gunni Helga les úr bókunum sínum og biður um aðstoð við að finna titil á nýja bók.
Kl. 14 á göngugötunni Garðatorgi: Klappklappstappstapp- tónlistar og klappsmiðja með Ingibjörgu Fríðu og Sigurði Inga.
Kl. 14:30 á Hönnunarsafni Íslands: Manndýr með Aude Busson sviðslistakonu sem leiðir þátttakendur í upplifun með eyrun, augum og höndum. Skráning á olof@gardabaer.is en aðeins 30 gestir geta tekið þátt (börn sem fullorðnir).
Auk þess má skoða sýningarnar Bókasafnsdrekinn okkar á Bókasafni Garðabæjar þar sem verk eftir leikskólabörn eru til sýnis og sýninguna Dúkkulísur – Fatahönnuðir framtíðarinnar á Hönnunarsafninu en þar má skoða hönnun eftir alla 4. bekkinga í Garðabæ.