Sigríður Sigurjónsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands og Þóra Sigurbjörnsdóttir, safnafræðingur safnsins verða með leiðsögn um sýninguna Sveinn Kjarval, Það skal vanda sem lengi á að standa, sunnudaginn 1. desember kl. 13.
Húsgögn Sveins Kjarvals úr safneign Hönnunarsafns Íslands eru meginuppistaðan í sýningunni en Sveinn hannaði einnig fjölda innréttinga fyrir heimili, verslanir og veitingahús.