Í sumar hafa tvö verkefni sem fengu styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna haft aðstöðu í smiðju Hönnunarsafns Íslands.
Boðið er upp á stutta kynningu á ferlinu.
TEXTÍLL ÚR ÍSLENSKRI ULL FYRIR SJÓSUNDSFATNAÐ
Ásgerður Ólafsdóttir – fatahönnun / viðskiptafræði
Ingibjörg Íris Ásgeirsdóttir – vöruhönnun / viðskiptafræði
Leiðbeinandi: Katrín Káradóttir, dósent í fatahönnun LHI
Verkefnið er rannsókn á íslensku ullinni og þróun á textíl til þess að nýta í sjósundsfatnað. Íslenska ullin býr yfir eiginleikum sem henta sérstaklega vel til sunds í köldum sjó og leitast verkefnið við að finna nýjar sjálfbærari lausnir í sundfatnaði.
ÞARAHRAT
Sólrún Arnardóttir – textílhönnun
Ísafold Kristín Halldórsdóttir – efnaverkfræði
Leiðbeinandi: Jan Eric Vessen, Algalíf
Verkefnið snýst um að rannsaka hvernig hægt er að nota þarahrat sem er afgangsafurð hjá fyrirtækinu Algalgalíf til þess að búa til bioplast og í framhaldinu í hvaða afurð slíkt bíoplast myndi henta.