Fjölskyldusmiðja
06.04.202513:00–15:00

Keramik
FjölskyldusmiðjameðHönnuDís

Hanna Dís Whitehead hönnuður leiðir könnunarleiðangur um möguleika keramiks. Lærum að móta í leir þau form, hluti og verur sem okkur dreymir um.

Hanna Dís Whitehead (1982) útskrifaðist frá Design Academy Eindhoven árið 2011. Verk hennar eru staðsett á landamærum hönnunar, listar og handverks. Ferlinu er leyft að ráða ferðinni og farið er á milli mismunandi efna svo sem viðar, textíls og keramikur innan sömu hugmyndar. Hanna Dís hefur sérstakan áhuga á að vekja upp samtal á milli hluta og áhorfenda þar sem hún vefur saman sögum, formi, litum og teikningu. Hún býr og starfar á Hornafirði.

Smiðjan er hluti af mánaðarlegri fjölskyldudagskrá Hönnunarsafnsins og Menningar í Garðabæ. Börn og fjölskyldur þeirra fá innsýn í fjölbreytt fög hönnunar og listhandverk undir handleiðslu fagfólks. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.