
Una María Magnúsdóttir aðstoðar gesti við að töfra fram geómetrísk jólakort. Una María kennir þátttakendum að gera eigin stimpla með einföldum geómetrískum formum sem raða má saman til að skapa jólatré, snjókorn, stjörnur eða hvað sem ímyndunaraflið býður. Stimplana má nota á jólakort, merkimiða eða innpökkunarpappír. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn!
Una María útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá Gerrit Rietveld Academie árið 2023 og starfar sem hönnuður og textasmiður. Una hefur haldið ýmsar vinnusmiðjur og námskeið í tilraunakenndri bókagerð, skapandi skrifum ofl.
@unamariam