Nú fer vinnustofu Unnars Ara á Hönnunarsafni Íslands senn að ljúka. Eftir 3 góða mánuði hefur verkefnið SundForm haldið áfram að þróast og komin sterkari mynd á heildar verkefnið.
Heimasíðan
sundform.is er tilbúin en þar er að finna laugarnar 106 í tveimur útfærslum, svarthvíta og í lit.
Hlökkum til að halda verkefninu lifandi og fylgjast með fólki hengja sína uppáhalds sundlaug upp vegg heima hjá sér.
Komið endilega við og fáið ykkur jólaglögg á Garðatorgi!