
Við bjóðum ykkur velkomin í heim Einars Þorsteins Ásgeirssonar (1942-2015) hönnuðar og stærðfræðings. Undanfarnar vikur hefur Jóhanna Ásgeirsdóttir myndlistarmaður og stærðfræði unnandi skráð verk Einars Þorsteins í rýminu Safnið á röngunni. Skráning er spennandi ferli sem víkkar sjóndeildarhringinn, kveikir neista og tengingar, hugmyndir, samtöl og minningar. Jóhanna mun miðla reynslu sinni og uppgötvunum við skráninguna og eiga samtal við gesti um margflötunga og fleira skemmtilegt.
Það er frítt á viðburðinn