Fyrirlestur
07.02.202018:00

SVEINNKJARVAL
Andinnbýríinnréttingunum

Dr. Arndís S. Árnadóttir verður með fyrirlesturinn Sveinn Kjarval, andinn býr í innréttingunum, á Safnanótt þann 7. febrúar nk. kl. 18.

Á sýningunni sem nú stendur yfir í Hönnunarsafni Íslands á verkum eftir Svein Kjarval er áherslan lögð á húsgagnahönnun Sveins. En Sveinn hannaði einnig innréttingar fyrir verslanir, veitingahús og ýmis opinber rými auk þess sem hann tók að sér innanhússhönnun fyrir fjölda heimila.

Í Austurstræti, Bankastræti, upp allan Laugaveginn og á Skólavörðustíg í Reykjavík mátti sjá glæsilegar verslunarinnréttingar sem Sveinn hannaði í léttum nútímastíl. Þær eru allar horfnar en teikningar og ljósmyndir hafa varðveist. Hann lagði jafnan áherslu á léttleika, náttúrulegan efnivið, opnar hillur og áberandi léttbyggð afgreiðsluborð. Alls staðar var góð óbein lýsing og lifandi gróður. Þessar innréttingar verða til umfjöllunar í fyrirlestrinum en Arndís er sýningarstjóri sýningarinnar Sveinn Kjarval, það skal vanda sem lengi á að standa, sem nú stendur yfir í Hönnunarsafni Íslands.

Fyrirlesturinn fer fram í Sveinatungu, nýjum fundar og fyrirlestrarsal Garðabæjar sem staðsettur er í næsta húsi við Hönnunarsafn Íslands.

Ljósmynd: Elías Hannesson af Snyrtivörudeild Bezt 1955