16.02.202513:00–14:00

Fyrirlesturáverkstæðinu

Unndór Egill Jónsson hefur komið sér fyrir með fullbúið tréverkstæði á Hönnunarsafni Íslands. Á fyrirlestrinum mun hann fara yfir feril sinn og eiga spjall við gesti.
Unndór Egill er myndlistarmaður sem skapar einstök húsgögn úr íslensku birki þar sem náttúrulegum og geómetrískum formum er teflt saman.
Hugmyndafræðin á bak við verkin snýst um að blanda saman þessum andstæðu formum á þann hátt að þau styðji hvort annað og gefi tilfinningu fyrir einingu. Handverkið leikur lykilhlutverk í að samruninn heppnist og til að undirstrika það hefur Unndór sett verkstæði sitt upp á safninu.
Húsgögnin eru unnin á staðnum og birtast eitt af öðru meðan á sýningunni stendur. Þau endurspegla tímann, náttúruna, verkvitið og hugvitið sem þau spretta úr.