Til sölu verða gersemar sem fundust við flokkun á tonni frá Rauða krossinum. Auk þess verða einnig til sölu einstakar flíkur, uppunnar úr „ónýtum“ textíl, sem hópurinn Flokk till you drop hefur skapað ásamt góðum gestum. Söluandvirði rennur til Rauða Krossins.
Hópurinn Flokk till you drop hefur verið í vinnustofudvöl í Hönnuanrsafni Íslands í sumar. Þau flokkuðu eitt tonn af fatnaði/textíl frá Rauða krossinum. Þegar því var lokið tók við ýmiskonar greining og listsköpun. Meðlimir hópsins eru: Berglind Ósk Hlynsdóttir, nemandi í fatahönnun við LHI, Rebekka Ashley Egilsdóttir, nemandi í vöruhönnun við LHI og Melkorka Magnúsdóttir nemandi í mannfræði við HÍ. Verkefnið er samstarfsverkefni Fatasöfnunar Rauða Krossins, Listaháskóla Íslands, Háskóla Íslands, og Textílmiðstö Íslands. Verkefnið er styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna.
Ljósmyndir: Owen Fiene