Smiðja
12.04.202513:00–15:00

FatahönnunarsmiðjaáBarnamenningarhátíðíGarðabæ

Fatahönnunarsmiðja þar sem fjölskyldan getur skapað fatalínu í sameiningu með sínum persónulegu áherslum. Efnisbar með ótal fallegum og áhugaverðum efnum er á staðnum, skæri og lím. Smiðjuna leiða fatahönnuðurinn Stefán Svan og barnamenningarhönnuðurinn Ninna Þórarinsdóttir en þau hafa tekið á móti öllum 4. bekkingum í sambærilegum smiðjum á vorönn.

Heildardagskrá lokadags Barnamenningarhátíðar í Garðabæ er á þessa leið:

Kl. 12-14 á Garðatorgi 7: Dr. Bæk ástandsskoðar hjól.
Kl. 13-15 á Hönnunarsafni Íslands: Fatahönnunarsmiðja fyrir alla fjölskylduna með Stefáni Svan og Ninnu.
Kl. 13 á Bókasafni Garðabæjar: Gunni Helga les úr bókunum sínum og biður um aðstoð við að finna titil á nýja bók.
Kl. 14 á göngugötunni Garðatorgi: Klappklappstappstapp- tónlistar og klappsmiðja með Ingibjörgu Fríðu og Sigurði Inga.
Kl. 14:30 á Hönnunarsafni Íslands: Manndýr með Aude Busson sviðslistakonu sem leiðir þátttakendur í upplifun með eyrun, augum og höndum. Skráning á olof@gardabaer.is en aðeins 30 gestir geta tekið þátt (börn sem fullorðnir).

Auk þess má skoða sýningarnar Bókasafnsdrekinn okkar á Bókasafni Garðabæjar þar sem verk eftir leikskólabörn eru til sýnis og sýninguna Dúkkulísur – Fatahönnuðir framtíðarinnar á Hönnunarsafninu en þar má skoða hönnun eftir alla 4. bekkinga í Garðabæ.