Opnun
21.03.202113:00

EINARÞORSTEINNFYRIRUNGTFÓLKÁÖLLUMALDRI

Sunnudaginn 21. mars kl. 13 verður formlega tekið í notkun nýtt leik- og fræðsluborð tileinkað og innblásið af hugarheimi og verkum Einars Þorsteins Ásgeirsson (1942–2015), hönnuðar og stærðfræðings.

Ath! Skrá þarf fullorðna með kennitölu á opnunina á netfangið honnunarsafn@honnunarsafn.is

Borðið er ætlað fyrir alla fjölskylduna og hvetur til sköpunar, tilrauna og uppgötvana tengdum stærðfræði. Verkefnið er samstarf Hönnunarsafns Íslands við Jóhönnu Ásgeirsdóttur, myndlistarmann sem hefur sérhæft sig í miðlun stærðfræði með aðferðum lista og Hrein Bernharðsson, vöruhönnuð. Borðið hentar öllum aldurshópum, og það er alls ekki skilyrði að vera stærðfræðiséní!

Jóhanna mun leiða gesti í gegnum stærðfræði-ævintýri á þessari frumsýningu borðsins.

Verkefnið var styrkt af Barnamenningarsjóði 2020.