Smiðja
12.01.202513:00–15:00

Draumasundlaugin

Unnar Ari leiðir smiðju þar sem þú hannar og setur upp plan af þinni draumasundlaug.

Unnar er grafískur hönnuður og hefur teiknað upp allar manngerðar almennings útilaugar á Íslandi samtals 106 laugar. Verkefnið ber yfirskritina Sundform . Hann notar ákveðið litakerfi og úr verða skemmtileg geometrísk myndverk með vísan í ákveðnar laugar. Í smiðjunni ætlum við að vinna svipuð verk út frá hugmyndum hvers og eins um draumasundlaugina.

Smiðjan er hluti af mánaðarlegri fjölskyldudagskrá Hönnunarsafns Íslands. Aðgangur er ókeypis og opinn öllum.