Sýningarstjórar sýningarinnar þær Inga S. Ragnarsdóttir, myndlistarmaður og Kristín Guðnadóttir, listfræðingur sjá um leiðsögnina.
Síðastliðin tíu ár hefur Inga rannsakað tímabilið 1930–1970 í sögu keramiklistar á Íslandi. Samtímis sýningunni er gefin út samnefnd bók sem byggir á rannsóknum Ingu. Höfundar bókarinnar eru þær Inga og Kristín. Minningarsjóður Ragnars Kjartanssonar gefur bókina út.
Aðgangseyrir á safnið gildir.