Serbneskt boð innblásið af Belgrad í tengslum við sýninguna Borgarlandslag í Hönnunarsafni Íslands eftir Paolo Gianfrancesco verður föstudaginn 10. maí 2019, kl. 20–22.
Jelena Ciric leiðir gesti um sögu Belgrad og Serbíu með söng og tónlistarflutningi ásamt Margréti Árnadóttur á harmónikku, allt frá dögum Tyrkjaveldisins til dagsins í dag. Gestum er einnig boðið að flögra um sýninguna undir leiðsögn Paolo Gianfrancesco, með serbnesku smáréttaívafi.
Heiðursgestur: Jelena Ciric, tónlistarkona og lagahöfundur er fædd í Serbíu, ólst upp í Kanada og bjó á nokkrum stöðum í heiminum áður en hún settist að á Íslandi árið 2016.
Meðleikari: Margrét Arnardóttir á harmónikku.
Veitingar: Andrea Stojanovic, kokkur og varaformaður Serbneskar Menningarmiðstöðvar á Íslandi.
Veislustjóri: Hlín Helga Guðlaugsdóttir, einn sýningarstjóra sýningarinnar.
Leiðsögn um sýninguna: Paolo Gianfrancesco, arkitekt og höfundur Borgarlandslags.
Aðgangseyrir: 3500 kr.
Hámarksfjöldi gesta er 40.
Tónleikar og léttar veitingar.
Miða fyrir boðið er hægt að nálgast á midi.is
Viðburðurinn er hluti af röð viðburða og fyrirlestra sem safnið stendur fyrir í tengslum við sýninguna Borgarlandslag. Á meðan á sýningunni stendur verður sex völdum borgum gert hátt undir höfði með ævintýralegum viðburðum. Þar munu borgarbúar Reykjavíkur af erlendum uppruna deila sögum sínum og fjalla um borg upprunalands síns í gegnum mat, tónlist og fleira. Fyrsti viðkomustaður var Róm og nú höldum við til Belgrad!
26. apríl Róm
10. maí Belgrad
7. júní New York
ágúst Denver*
6. september Varsjá
4. október lokapartý Reykjavík
* dagsetning tilkynnt síðar