Opnun
07.02.202520:00

BarbieferíHönnunarsafnið

Sem börn lærum við í gegnum leik og fyrir mörg okkar var heimili Barbie það fyrsta sem við sköpuðum og innréttuðum. Leikurinn sjálfur hófst með því að velja rétta kjólinn og réttu fylgihlutina svo Barbie gæti leikið sitt hlutverk – fötin sköpuðu dúkkuna.

Barbie er nýjasti gesturinn á fastri sýningu safnsins Hönnunarsafnið sem heimili, yfirlitssýningu muna úr safneign Hönnunarsafnsins sem settir eru fram innan grunnmyndar af heimili. 

Fatahönnuðirnir sem taka þátt eru:

Guðmundur Magnússon stofnandi Vecct

Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir fyrir Kormák og Skjöld

Hildur Yeoman 

Sigmundur Páll Freysteinsson

Steinunn Sigurðardóttir

Sunna Örlygsdóttir

Thelma Björk Jónsdóttir