Safniðáröngunni
17.06.2025–31.08.2025

VíkPrjónsdóttirskráningáverkum

Vík Prjónsdóttir spratt upp úr samstarfi hönnuðanna Brynhildar Pálsdóttur, Guðfinnu Mjallar Magnúsdóttur, Þuríðar Rósar Sigþórsdóttur, Egils Kalevi Karlssonar og Hrafnkels Birgissonar.  Markmiðið var að hanna einstaka hönnunarvöru úr íslenskri ull og sýna fram á að í samstarfi við hönnuði væri hægt að vekja eftirtekt og eftirspurn á staðbundinni framleiðslu.  Þau vildu sporna við þeirri þróun að prjónastofur væru að loka hver af annarri. Þetta var árið 2005 og samstarfsaðili þeirra var Víkurprjón.

Vík Prjónsdóttir sækir innblástur sinn í íslenska náttúru, þjóðsögur og hefðir. Árið 2018 eignaðist Hönnunarsafn Íslands heildarsafn Víkur Prjónsdóttur. Um er að ræða vörur sem fóru í framleiðslu ásamt skissum, prufum og frumgerðum.

Í tilefni af tvítugsafmæli Víkur Prjónsdóttur mun starfsfólk Hönnunarsafns Íslands vinna við að skrásetja heildarsafn hennar fyrir opnum tjöldum. Gestir geta fylgst með þegar gripir eru teknir upp úr kössum, ljósmyndaðir, skráðir í safnmunaskrá og loks pakkað niður eftir kúnstarinnar reglum.