Sýning
06.02.2015–31.05.2015

UNPEUPLUS
TeikningarogskissurHelguBjörnssonartískuhönnuðar

Helga Björnsson starfaði um árabil við hátískuna í tískuhúsi Louis Féraud í París og hefur hannað búninga fyrir íslensk leikhús. Teikningar hennar og skissur bera vitni um afar næman listamann sem nær með örfáum dráttum að skapa glæsileika og tilfinningu. Ríkulegt hugarflug, ásamt kröfunni að ganga alltaf skrefi lengra í sköpunarferlinum skilar teikningum og skissum sem vekja aðdáun. Mikil fjölbreytni er ríkjandi í verkum Helgu og sýningin varpar ljósi á krefjandi starf hönnuðar, sem starfar eftir hröðum takti tískunnar.