Safniðáröngunni
17.06.2022–30.12.2022

Tiltekt

Sumarið 2022 tæmdu sumarstarfsmenn Garðabæjar 200 fm. rými sem notað hefur verið undir safngripi og props. Rýmið var í slæmu ástandi og nýttist illa sökum milliveggja og kælirýma frá fyrri starfsemi.

Á meðan verið er að gera rýmið upp hefu safngripunum verið komið haganlega fyrir í rannsóknarrými safnsins . Úr varð óvænt skemmtileg sýning TILTEKT þar sem sumarstarfsfólkið kortlagði rýmið og skrifaði texta um gripina út frá sinni upplifun í stað sögulegra staðreynda. Hér er hægt að skoða gripi sem áttu það eitt sameiginlegt að hafa verið geymdir í sama varðveislurými.

Samarstarfsmennirnir Una María Magnúsdóttir, Katla Einarsdóttir og Jóhanna Guðrún Jóhannsdóttir stunda allar nám grafíska hönnun en auk þeirra var  Egill Askur Einberg menntaskólanemi hluti af teyminu.

Verkefnið er hluti af átaksverkefni í varðveislurými safnsins sem er styrkt af Safnasjóði.