Vinnustofudvöl
16.01.2025–27.04.2025

ÞórunnÁrnadóttirvöruhönnuður

Þórunn Árnadóttir útskrifaðist úr vöruhönnun árið 2007 frá Listaháskóla Íslands. Árið 2011 lauk hún meistaragráðu í sama fagi við Royal College of Art í London.

Þórunn er knúin áfram af forvitni, tilraunagleði og áhuga á ólíkum menningarheimum, efnum og framleiðsluferlum. Hún horfir á hlutina upp á nýtt. Kerti er ekki bara kerti samanber PyroPet kertin sem hún hefur hannað og klukka er ekki bara klukka samanber Sasa klukkuna sem mælir tíma í perlum.  Þórunn er yfirhönnuður og stofnandi fyrirtækisins 54°Celsius ásamt Dan Koval.

Á Hönnunarsafni Íslands ætlar Þórunn að einbeita sér að nýrri tegund ilmgjafa sem sameinar virkni og áhugaverð skúlptúrísk form innblásin af pappírsbrotum. Hún mun kanna formin, efnin og virknina með tvívíðum og þrívíðum skissum og prufum og stefnir á kynna ferlið og frumgerðir á HönnunarMars 2025.

Sýningin er styrkt af Safnasjóði