Eitt af meginmarkmiðum Hönnunarsafnsins er að safna hönnunargripum og varðveita þá sem marktækan vitnisburð um íslenska hönnunar- og listhandverkssögu. Rannsóknir eru skammt á veg komnar á flestum sviðum hönnunar á Íslandi.
Söfnun muna miðast við tímabilið 1900 til samtíma.
Safneignin í dag samanstendur af rúmlega 1200 gripum en á langt í land með að endurspegla á heildrænan hátt hönnunarsögu ákveðins tímabils, stílsögu þess eða einn flokk hönnunar umfram annan.
HVERJU ER SAFNAÐ?
• Vefnaður, klæðagerð og fatahönnun
• Húsgögn
• Prentgripir
• Innanhússhönnun
• Vöru- og iðnhönnun
• Gull- og silfursmíði
• Leirlist og glerlist
• Byggingarlist
Textar og sýningarstjórn: Arndís S. Árnadóttir