09.06.2011–04.03.2012

HLUTIRNIROKKAR

Frá stofnun Hönnunarsafns Íslands árið 1998 hafa safninu borist margir prýðilegir gripir sem varpa ágætu ljósi á íslenska og erlenda hönnun. Safneignin endurspeglar nú þegar þá miklu fjölbreytni sem hönnunarsagan samanstendur af.
Íslensk hönnunarsaga er óljós að því leyti að hún hefur ekki enn verið rannsökuð til hlítar og almenningur hefur ekki haft greiðan aðgang að þessari sögu. Þó eigum við auðvelt með að draga upp mynd af mörgu því sem hefur skapað hönnunarvettvanginn á Íslandi, til að mynda af þeirri iðnvæðingu sem hér varð á 20. öldinni við nútímavæðingu íslensks samfélags.
Margir þekktir gripir eru til sýnis í safninu, bæði íslenskir og erlendir. Aðföng hafa borist með reglubundnum hætti frá stofnun safnsins og eflaust mun mörgum þykja forvitnilegt að skoða hlutina okkar allra, í því ljósi að þeir hafa öðlast sess sem markverður hluti hönnunarsögunnar.