Vinnustofudvöl
07.06.2024–01.09.2024

GuðrúnPétursdóttir
Körfugerðarkona

Guðrún Pétursdóttir hefur verið viðriðin körfugerð í rúm 40 ár. Hún hefur sótt námskeið hérlendis og erlendis og kynnst körfugerðarfólki víða um heim. Sjálf hefur hún einnig haldið fjölda námskeiða. Guðrún hefur verið í samstarfi við pólskar körfugerðarkonur sem hafa veitt henni ómetanlegan innblástur. Undanfarinn áratug hefur Guðrún alfarið snúið sér að því að nýta efnivið úr íslenskri náttúru til körfugerðar og listsköpunar. Körfurnar hennar eru gerðar úr víðigreinum, berki, rótum, melgresi, og íris svo eitthvað sé nefnt. Uppáhalds efniviður Guðrúnar er melgresið sem hefur reynst óendanleg uppspretta sköpunar.