Best Book Design from all over the World keppnin hefur verið haldin frá árinu 1963 með það að markmiði að hvetja til aukins alþjóðlegs samtals um bókahönnun.
Í ár bárust í keppnina um það bil 600 bækur frá 30 löndum og hlutu 14 þeirra verðlaun. Verðlaunuð bækurnar komu frá Danmörku, Þýskalandi, Finnlandi, Grikklandi, Hollandi, Austurríki, Póllandi, Sviss og Suður Kóreu. Verðlaunað er í 5. flokkum — Goldene Letter (Aðalverðlaun), gull, silfur, brons og sérstakar tilnefningar.
Aðal verðlaunin hlaut bókin Susi + Ueli Berger. Kunst am Bau und im öffentlichen Raum 1968-2008. „Bókin er gefin út í tengslum við sýningu sem á verkum Susi og Ueli en það ætti frekar horfa á hana sem sjálfstæða upplifun af verkum þeirra“ er sagt í umfjöllum dómnefndarinnar.
Sýningin er sett upp í samstarfi við FÍT og Stiftung Buchkunst