Sýning
01.04.2025–13.04.2025

DúkkulísurFatahönnuðirframtíðarinnar

Á sýningunni Dúkkulísur-Fatahönnuðir framtíðarinnar fá gestir að uppgötva afrakstur vinnu allra 4. bekkinga í Garðabæ. Nemendur heimsóttu safnið og fengu innsýn í heim fatahönnunar en þau fengu leiðsögn um sýninguna Barbí fer á Hönnunarsafnið og í kjölfarið að spreyta sig á skapandi hönnunaráskorunum. Hver bekkur vann heildstæða fatalínu í samstarfi en hver einasti nemandi fékk samt rými til að tjá sinn persónulega stíl.

Smiðjan er unnin af hönnunarteyminu Þykjó fyrir Hönnunarsafnið og smiðjuleiðbeinendur voru barnamenningarhönnuðurinn Ninna Þórarinsdóttir og fatahönnuðurinn Stefán Svan Aðalheiðarson.

Ljósmyndarinn Sigga Ella fangaði töfrana í aðdraganda Barnamenningarhátíðar á Hönnunarsafninu. Allir 4. bekkingar í Garðabæ hafa nú heimsótt safnið og fengið innsýn í heillandi heim fatahönnunar.

Sýningin er liður í Barnamenningarhátíð í Garðabæ sem fer fram dagana 7-12. apríl. Nemendur í skólum bæjarins munu taka þátt í fjölbreyttum smiðjum á skólatíma og fá tækifæri til að skapa, uppgötva og skemmta sér.