Sýning
11.03.2015–31.05.2015

ÁMUNDI:

Á 30 ára ferli hefur Ámundi Sigurðsson unnið við nánast öll þau verkefni sem grafískum hönnuðum eru falin við sjónræna miðla. Staðsetning hönnuðarins, að hlusta á óskir viðskiptavinarins og vinna eftir ákveðnum línum krefst þess að hann lesi vel umhverfi sitt og samsami sig þörfum kúnnans. Í verkum Ámunda má vissulega greina stílsögu síðustu áratuga. Höfundarverk hans liggur þó að miklu leyti í þeim andstæðum sem hægt er að tengja togstreitunni við að vera undir valdi listagyðjunnar og að skapa grípandi myndmál.