01.12.2018

JÓLADAGATALHÖNNUNARSAFNSÍSLANDS

Hægt er að fylgjast með jóladagatali Hönnunarsafns Íslands á facebook síðu safnsins og í glugganum hjá okkur við Garðatorg.

Hér er má sjá færsluna í dag.

Einar Þorsteinn Ásgeirsson (1942–2015)
Sýningarskáli/Vetrarbyggingarskýli, 1972

Skýli fyrir vetrinum er þarft á landi eins og Íslandi. Líklega hefði verið gott að hafa nokkur svona skýli árið 1918. (sko mína…tókst að koma fullveldinu að í jóladagatalinu). Janúar 1918 er kaldasti mánuður á Íslandi á 20. öld og ekki hefur enn orðið jafnkalt það sem af er þeirri 21. Þetta er sko ekkert grín, eins gott að eiga ullarföt og hlýjar flíkur. Þann 21. janúar var frostið komið í 24,5 stig í Reykjavík, en 32,5 stig á Akureyri. Kaldast var á Möðrudal á Fjöllum 38 stig takk fyrir.

Svo kvartar maður yfir 7 stiga frosti!