11.01.2019

HEIMSÓKNMENNTAMÁLARÁÐHERRA

Í gær fengum við Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, í heimsókn ásamt nýjum forstöðumanni fræðslu- og menningarsviðs hjá Garðabæ, Eirík Björn Björgvinsson. Góð byrjun á nýju ári enda skáluðum við í súrkáli sem okkur er sagt að sé hrikalega hollt. Einar Þorsteinn var með okkur í anda en hann þýddi einmitt bók um hráfæði eftir Ann Wigmor árið 1998. Einar var gjarnan mörgum árum á undan sinni samtíð í hugsunarhætti og pælingum.