Opnun
23.06.202012:00–17:00

FLOKKTILLYOUDROP

Verið hjartanlega velkomin á opnun sem stendur frá kl. 12–17.

Flokk till you drop er ádeila á úrelta orðatiltækið „shop till you drop“. Verkefnið stuðlar að því að auka vitundarvakningu um neyslumenningu Íslendinga og beina sjónum að því magni af fatnaði og öðrum textíl sem fólk gefur í Rauða Krossinn. Hvað verður um þennan efnivið? Hvaða upplýsingar er hægt að lesa úr einu tonni? Er hægt að nýta hönnun til að auka virði hráefnisins? Þessar og fleiri spurningar ætlar hópurinn að takast á við meðan á verkefninu stendur.

Verkefnið er í vinnustofudvöl í safninu. Hafist verður handa á flokkun á einu tonni af fötum. Þá tekur við ýmiskonar greining og listsköpun. Aðilar sem verða hér við störf eru Berglind Ósk Hlynsdóttir, nemandi í fatahönnun við LHI, Rebekka Ashley Egilsdóttir, nemandi í vöruhönnun við LHI og Melkorka Magnúsdóttir nemandi í mannfræði við HÍ.

Verkefnið er samstarfsverkefni Fatasöfnunar Rauða Krossins, Listaháskóla Íslands, Háskóla Íslands, og Textílmiðstö Íslands. Verkefnið er styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna.