Hönnuðurinn Johanna Seeleman sem er búsett í Þýskalandi og á Íslandi kynnir verk sín og feril. Hún útskrifaðist úr vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2016 og frá Design Academy Eindhoven 2019. Johanna er gríðarlega spennandi ungur hönnuður og hefur sýnt m.a. í Victoria & Albert Museum, hönnunarsafninu í London, textílsafninu í Tilburg, hönnunarsafninu í Helsinki og víðar. Auk þess hefur hún hlotið tilnefningu til Ralph Saltzman verðlaunanna og komist á lista Dezeen yfir mest spennandi ungi hönnuðina árið 2023.
Johanna kafar djúpt bak við hversdagslega hluti, efnisnotkun, framleiðsluferli og vistfræði með það að markmiði að skapa eftirsóknarverðar framtíðarsviðsmyndir.
Fyrirlesturinn er haldinn í samstarfi við Hakk gallery en sýningin á verkum Johönnu opnar þar 19. september.