Hringur Hafsteinsson er listrænn stjórnandi og einn af stofnendum Gagarín sem sérhæfir sig í skapandi lausnum til að miðla fróðleik af ólíkum toga til dæmis fyrir söfn, áfangastaði og sýningar.
Hringur mun fjalla um hvernig Gagarín nálgast ólík verkefni – allt frá fyrstu hugmynd að fullmótuðu verki – og deila aðferðum sem hópurinn notar í hönnunarferlinu.
Hann mun einnig sýna fjölmörg dæmi af innsetningum og sýningum sem takast á við margvísleg viðfangsefni og sýna hvað efnistökin eru ólík eftir samhengi og umfjöllunarefni þeirra.
Boðið er upp á kaffi og kleinur. Frítt er inn á viðburðinn.