Sýning
15.10.2014–25.01.2015

PRÝÐI

Félag íslenskra gullsmiða heldur upp á 90 ára afmæli sitt á þessu ári og er sýningin Prýði unnin í samstarfi við félagið af því tilefni. Á sýningunni eru gripir eftir 40 gullsmiði sem voru gefnar frjálsar hendur að smíða fyrir sýninguna eða velja úr eigin safni. Gullsmiðirnir eru á ólíkum aldri, þeir sem unnið hafa við fagið í áratugi og byggt upp atvinnurekstur og tekið til sín lærlinga, svo og yngra fólk sem sýnir við hlið meistara sinna og hefur á síðustu árum skapað sér nafn og sérstöðu með þátttöku í fjölda sýninga og rekstri vinnustofa eða verslana. Nýútskrifaðir gullsmiðir eru einnig meðal sýnenda og þátttaka þeirra er mikilvægur hluti þess sem sýningunni er ætlað að gera, að varpa ljósi á þá breidd sem ríkir í íslenskri gullsmíði í dag.

Smíðisgripir, corpus, eru fátíðari í dag en áður fyrr. Á sýningunni má þó finna glæsilegt dæmi um slíka nýsmíði er tengir saman nútíð og fortíð. Skartgripir skipa stærstan sess á sýningunni. Í þessum verkum gætir mikillar fjölbreytni og helst má flokka skartgripina eftir hefðbundinni nálgun í efnisvali annars vegar og hins vegar þar sem ögrandi andstæður byggja á óhefðbundnari efnum og formum. Nákvæm handverksþekking og listræn smíði skapa nýjar víddir á sviði skartgripahönnunar, í samræmi við ríkjandi strauma og stefnur í alþjóðlegri skartgripahönnun í dag.

Eftirtaldir gullsmiðir eiga verk á sýningunni: Anna María Sveinbjörnsdóttir, Arna Arnardóttir, Ása Gunnlaugsdóttir, Ásgeir Reynisson (Gull- og silfursmiðjan Erna), Ásmundur Kristjánsson, Ástþór Helgason, Berglind Snorradóttir, Dóra Jónsdóttir, Dýrfinna Torfadóttir, Edda Bergsteinsdóttir, Eggert Hannah, Erling Jóhannesson, Friðrik Freyr Flosason, Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir, Guðrún Bjarnadóttir, Halldór Kristinsson, Hansína Jensdóttir, Haukur Valdimarsson, Helena Rós Róbertsdóttir, Helga Ósk Einarsdóttir, Inga R. Bachmann, Jóhannes Arnljóts Ottósson, Jón Snorri Sigurðsson, Júlía Þrastardóttir, Kjartan Örn Kjartansson, Lilja Unnarsdóttir, Lovísa Halldórsdóttir, Olga Perla Nielsen, Orri Finn, Ófeigur Björnsson, Páll Sveinsson, Rúnar frá Keflavík, Sif Ægisdóttir, Sigmar Ó. Maríusson, Sigrún Sigurjónsdóttir, Sigurður G. Steinþórsson, Sólborg Sumarrós Sigurðardóttir, Stefán Bogi Stefánsson, Unnur Eir Björnsdóttir, Þorbergur Halldórsson.

Sýningarnefnd skipa: Edda Bergsteinsdóttir, Halla Bogadóttir, Harpa Þórsdóttir, Sif Ægisdóttir

Hönnun sýningar: Helga Sif Guðmundsdóttir

Uppsetning: Helgi Már Kristinsson, Ingiríður Óðinsdóttir, Þóra Sigurbjörnsdóttir

Ljósmyndun:Anna María Sveinbjörnsdóttir

Grafísk hönnun: Ámundi

 

Innblástur að gripum á sýningu